Takk fyrir þetta ríkisstjórn!

Kærar þakkir elskuleg ríkisstjórn fyrir að hækka með þessari aðgerð einni skuldirnar mínar um hátt i 200 þúsundkall.  Þær voru nebblilega ekki nógu miklar fyrir!
mbl.is Álögur á eldsneyti og áfengi hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Svona hækkanir eru eitt það arfavitlausasta sem nokkur ríkisstjórn getur gert.

Ekki bara er verið að láta þá einu sem kaupa bensín og áfengi borga brúsann (hvað með hina sem eru á bílum sem fyrirtækið skaffar, þeir eiga yfirleitt nóg af seðlum en leggja ekkert til), heldur hækkar þetta líka verðbólguna og þar af leiðandi lánin hjá okkur öllum.

Flott hjá ykkur Jóhanna og Steingrímur :(

Ívar Jón Arnarson, 28.5.2009 kl. 18:30

2 identicon

Gleymdu ekki að þakka útrásarvíkingunum fyrir að gera svona hækkanir nauðsynlegar!

Ágústa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Ægir Örn Sveinsson

Það má svo sem kenna útrásarvíkingum um margt en þeir bera nú samt ekki ábyrgð á arfavitlausu verðtryggingarkerfi.

Ægir Örn Sveinsson, 28.5.2009 kl. 18:33

4 identicon

Jón Frímann. Þessir arfavitlausu sem eru í ríkisstjórn kusu að hella bensíni á bálköst heimilanna með þessari aðgerð. Það þarft ekkert að þakka öðrum fyrir það en þeim. Það verður ekki hægt að kenna gamla íhaldinu endalaust um vitleysisganginn í VG + S.

Kristinn (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flott hjá ríkjó! Á svo ekki að borga Icesave og allt hitt ruglið og ganga svo í ESB og selja Gullfoss og sjá hvað margir halda áfram að húka á eykunni? Þetta er eins og í einhverjum tölvuleik sem maður er orðinn leiður á. Setjum allt í kássu og sjáum hvað gerist.

Villi Asgeirsson, 28.5.2009 kl. 20:53

6 identicon

já takk  ég þakka rikisstjórn þessa lands fyrir þessar hækkanir. og eins þakka ég henni fyrir að vinna að þvi á kerfisbundin hátt að koma fólki á hausinn.

þórarinn jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:20

7 identicon

Það er ekki núverandi ríkisstjórn sem er að koma fólki á hausinn.  Sjálfstæðis og framsóknarflokkurinn eru búnir að vinna að því á kerfisbundin hátt allt frá því að framsal á veiðiheimildum var leyft og einkavinavæðing bankana var sett á að koma þjóðinni í þessa skuldastöðu.

Svo fær þessi ríkisstjórn það vonlausa verkefni að koma okkur upp úr þessum skuldum.

Björn (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:05

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Björn, þetta verkefni er ekkert vonlaust fyrir einstakling með meðalgreind.  Við bara ákváðum að svoleiðis fólk ætti ekkert erindi í Stjórnmál.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ægir Örn Sveinsson
Ægir Örn Sveinsson

Eldri færslur

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband